Hellaskoðun

23. júní. Lofthellir í Mývatnssveit (1 skór)

23. júní. Lofthellir í Mývatnssveit (1 skór)
Ekið að Lúdentsborgum í Mývatnssveit og gengið þaðan að hellinum. Er hann í Ketildyngjuhrauni milli Hvannfells og Búrfells. Heildarlengd hellisins er um 370 metrar og er á fimm hæðum og er enginn annar hellir hér á landi á svo mörgum hæðum. Ísmyndanir eru stærri og mikilfenglegri en í öðrum hraunhellum hér á landi. Nauðsynlegur búnaður er ljós, hjálmur og hlýr sterkur fatnaður. Munið endilega eftir flugnanetum því mikið er um mý.  Farið verður á einkabílum.
Fararstjóri: Haukur Ívarsson
Verð: Frítt fyrir félagsmenn innan FÍ/aðrir kr. 1.000
Brottför kl. 9.00