Viltu gerast félagi í FFA?

Gerast félagi

FERÐAFÉLAG AKUREYRAR

Frábær

félagsskapur

Ferðafélag Akureyrar er ekki bara félag, það er fjölskylda. Við erum  göngugörpar, útivistarfólk og ævintýraleitendur. Við viljum deila ástríðu okkar með þér, hvort sem þú ert vanur göngumaður eða nýliði.


Vertu með í hópnum og uppgötvaðu það sem er handan við næstu hæð.


Ævintýrið bíður!


Ferðaáætlun 2026

Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar gildir fyrir eitt ár í senn. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Börn og unglingar eru einnig velkomin í fylgd með fullorðnum, foreldrar þurfa að meta hvort þeir treysta þeim í ferðirnar. Sérstakar barna- og fjölskylduferðir eru sjö talsins.

Fréttir og tilkynningar

8. janúar 2026
Opið hús mánudaginn 12. janúar kl. 20 Opið hús verður mánudaginn 12. janúar kl. 20 í húsnæði FFA að Strandgötu 23. Þá ætlar Nína Ólafsdóttir að segja frá fyrstu bókinni sinni „Þú sem ert á jörðu“ sem kom út fyrir jólin og spjalla við þá sem mæta um bókina. Það verður gaman að heyra í henni hvort sem við erum búin að lesa bókina eða ekki. Allir velkomnir. Kaffi og konfekt, spjall og spurningar. Fjölmennið meðan húsrúm leyfir.  Viðburðanefnd
6. janúar 2026
Af félagsfundi FFA 2026
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 28. desember 2025
Félagsfundur FFA 5. janúar kl. 20
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 25. desember 2025
Tvö skíðagöngunámskeið á utanbrautarskíðum með FFA
8. janúar 2026
Opið hús mánudaginn 12. janúar kl. 20 Opið hús verður mánudaginn 12. janúar kl. 20 í húsnæði FFA að Strandgötu 23. Þá ætlar Nína Ólafsdóttir að segja frá fyrstu bókinni sinni „Þú sem ert á jörðu“ sem kom út fyrir jólin og spjalla við þá sem mæta um bókina. Það verður gaman að heyra í henni hvort sem við erum búin að lesa bókina eða ekki. Allir velkomnir. Kaffi og konfekt, spjall og spurningar. Fjölmennið meðan húsrúm leyfir.  Viðburðanefnd
6. janúar 2026
Af félagsfundi FFA 2026
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 28. desember 2025
Félagsfundur FFA 5. janúar kl. 20
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 25. desember 2025
Tvö skíðagöngunámskeið á utanbrautarskíðum með FFA
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 2. nóvember 2025
Eitthvað er misjafnt hvernig fréttabréfið opnast hjá fólki, annars vegar í síma/mismunandi símum og hins vegar í tölvu. En stysta leiðin á að vera beint í tengilinn "Fréttabréf FFA nóvember 2025". Það geta því verið 1 - 3 "klikk" til að opna nýjasta fréttabréfið sem kemur í tölvupósti. Fréttabréfið er pdf skjal. Við þiggjum góðar ábendingar um það sem betur má fara, senda má á netfangið formadur@ffa.is
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 27. október 2025
Fararstjórn: Barna- og fjölskyldunefndin Mæting við Kjarnakot. Í tilefni að hrekkjavöku verður boðið upp hrekkjavökuviðburð í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Ákveðnum göngustíg í Kjarnaskógi verður breytt í hrekkjavökustíg og aldrei að vita nema að sjáist til einhverra kynjavera. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í búningi. Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm, taka með sér góða skapið og vasaljós. Gönguslóðin verður opin í eina klukkustund, frá kl. 17:30 til 18:30, frjáls mæting innan þess klukkutíma og hver og einn gengur á sínum hraða.
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 29. september 2025
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 17. september 2025
Ferðanefnd setti engar ferðir á ferðaáætlun 2025 í október og nóvember en ætlar að hafa sama fyrirkomulag á ferðum í október og í fyrra.
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 14. september 2025
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Það þarf að vera á fjórhjóladrifnum bílum s.s. jepplingum eða stærri bílum. Safnast saman í bíla ef vill. Fararstjórn: Hermann Gunnar Jónsson
Eftir Þorgerður Sigurðardóttir 9. september 2025

SKÁLARNIR

Gisting

á hálendinu

Skálarnir okkar eru öruggt athvarf fyrir göngufólk og ferðalanga á hálendinu. Við höfum lagt áherslu á að þeir falli vel að umhverfinu, þeim sé vel við haldið og að þar sé hægt að hvílast og njóta kyrrðar.


Skálarnir eru í Herðubreiðarlindum, við Drekagil og í Laugafelli. Gönguskálar eru í Suðurárbotnum, við Bræðrafell, í Dyngjufjalladal og á Glerárdal.

Umsagnir

Herðubreiðarlindir - Bræðrafell - Askja 2024

Það er alltaf gaman þegar eitthvað kemur manni á óvart. Þegar ég ákvað að fara í Bræðrafellsferðina með Ferðafélagi Akureyrar bjóst ég við góðri fararstjórn og skemmtilegum ferðafélögum og göngu yfir hraunbreiður með útsýni til Drottningarinnar, Herðubreiðar. Þetta gekk allt eftir. En til viðbótar kom mér tvennt mjög á óvart. Hið fyrra var hversu einstakt Bræðrafellið var. Frá skálanum sjást drangar (bræðurnir) sem fellið dregur nafn sitt af en þegar gengið er kringum fellið koma í ljós margir fleiri “bræður” sem breytast eftir sjónarhorninu. Þarna má finna furðulega karla og kerlingar, jafnvel fíl ef vel er gáð. Hið seinna var að upplifa þessa djúpu öræfakyrrð. Við vorum þarna í logni svo engin veðurhljóð heyrðust.

Þögnin var algjör!

Ólýsanlega dýrmæt upplifun.


Elín Sigurbjörg Jónsdóttir

Hreyfiverkefni

 

Þessi tvö hafa verið með í mörgum hreyfiverkefnum síðan þau hófust 2020. Þau bíða spennt á hverju vori eftir að vita hvort það verði hreyfiverkefni. Þetta segja þau um reynslu sína af því að vera með í þessum verkefnum eftir að hafa skráð sig í hreyfiverkefnið

Komdu út og á fjöll með FFA 2025.

"Fararsstjórar og félagsskapur sem virkilega smita útivistargleði - alltaf gætt að því að öllum líði vel í hópnum - alltaf búið að kanna aðstæður og undirbúa vel - flott að læra á fatnað og búnað - gaman að kynnast nýjum leiðum í nánasta umhverfi - gaman að fatta að fjallganga getur líka átt sér stað síðdegis eftir vinnu. Þetta þarf ekki að vera flókið - gaman að finna þrek, færni og þor eflast - ótrúlega skemmtilegt fólk og uppspretta vináttu".


Gróa og Dóri

Umsagnir gesta í skálum FFA

Skráning á póstlista

Ekki missa af neinu hjá okkur, fáðu fréttir og tilkynningar um ferðir og margt fleira.